Strategy transnational e. V.
Dr. Heidemarie Wünsche Piétzka
Theaterstrasse 76
09111 Chemnitz/Germany

phone: +49 371 3346015
fax: +49 371 3346016

http://dialogue-facilitators.eu

European Network of Dialogue Process Facilitators
  • Enlarge webiste
  • print preview

IS

Samræðuferlið: Grunnþættir

Create a „container“ - Búðu til „geymsluhólf“

Þetta er ákveðið rými þar sem ríkir traust og þar sem hægt er að greina frá raunverulegri sannfæringu sinni og spyrjast fyrir eins og sá sem af einlægni vill komst að raun um sannfæringu annarra.

Adopt the stance of a learner - Vertu með afstöðu þess manns sem af einlægni leitast við að kynna sér eitthvert málefni

Þessi afstaða gerir okkur kleift að koma fram af einlægri forvitni og geyma með sjálfum okkur menningarlega skilyrðun okkar um að vera „þeir sem vita“. Zen-heimspekimeistarinn Shunryu Suzuki orðaði þetta á eftirfarandi hátt: „í huga byrjandans eru til margir möguleikar; hjá þeim sem býr yfir mikilli reynslu eru möguleikarnir fáir.“

Radical respect - Róttæk virðing

Ég játa og staðfesti að náungi minn sé í eðli sínu verður virðingar. Virðing er afstaða sem felur í sér meiri virkni en umburðarlyndi: að því marki sem ég er fær um leitast ég við að líta á veröldina út frá sjónarhorni náungans.

Openess - Opinn hugur

Ég mæti nýjum hugmyndum, öðrum sjónarhornum með opnum huga. Ég er tilbúin/n með opnum huga að efast um venjur, álit og skoðanir sem löngum hafa ríkt.

Speak from the heart - Talaðu af hjartanu

Ég hlusta á náungan af heilum hug, með eindregnum opnum huga sem býður náunganum að opinbera í trúnaði einstaka veröld sína.

Listen deeply
Hlustaðu af ákafa

Ég hlusta á náungan af heilum hug, með eindregnum opnum huga sem býður náunganum að opinbera í trúnaði einstaka veröld sína.

Slow down - Hægðu á þér

Í samræðum gefst okkur kostur á því að gera okkur grein fyrir því hver séu upptök sjálfvirkra, ómeðvitaðra, hugrænna og tilfinningalegra viðbragða okkar. Og án þess að hægja á samskiptaferli okkar getur slík umbreytandi vitund vart orðið hugsanleg.

Suspend assumptions and certainties - Frestaðu því að gera ráð fyrir einhverju og fullvissu

Mismunur sem kemur fram í því sem við trúum, því sem við göngum út frá og hvernig við túlkum hlutina er orkugjafi endalauss misskilnings og átaka. Í gegnum samræðuformið æfum við okkur í því að gera okkur grein fyrir þeim hlutum sem við göngum út frá og dómum okkar og við setjum þá í bið eða „frestun“ til þess að geta skoðað og staðfest þessa hluti.

Practice a spirit of inquiry - Æfðu með þér hugarfar þess sem rannsakar hlutina

Ég geymi með mér hlutverk mitt sem „sá sem veit“ og þróa með mér einlægan áhuga gagnvart þeim hlutum sem ég er ekki enn orðin/n kunnug/ur. Ég þróa með mér afstöðu sem byggist á þrá eftir þekkingu, vitund og auðmýkt: „Ég veit ekki og hef áhuga á því að fá að vita meira“.

Embrace the paradox of differences - Þú skalt gangast inn á sjónarmiðið um mótsögnina um það sem greinir að

Ég verð meir og meir fær um að lifa í þeirri skapandi spennu sem gefur kost á því að bæði „þetta“ og „hitt“ getur verið satt. Ég stilli mig um að vera með þvinganir gagnvart aðstæðum sem upp koma eða gagnvart einstaklingum með því að þvinga hann/hana til að laga sig að minni mynd af heiminum.

Observe the observer - koðaðu skoðandann

Ég ber vitni um það hvernig ég skoða sjálfa/n mig þegar ég hlusta og tala, og í leiðinni mildast föst afstaða mín og umbreytist. „Hugsun sem á sama tíma er skoðuð, breytist“. David Bohm

Source: http://dialogue-facilitators.eu/IS

Supported by:

Internetagentur simpilio

The DIA-FCC project
has been co-financed by:

Education an Culture DG